Velkomin á Berunes

Bókið beint hjá okkur til að fá bestu mögulegu kjörin

Í aldaraðir hafa gestir verið boðnir velkomnir að Berunesi. Sumarið 1973 settu Anna og Ólafur upp fyrsta skiltið við þjóðveginn sem sagði Farfuglaheimili og öll sumur síðan höfum við fjölskyldan fengið góða gesti til að dvelja og njóta – á milli fjalls og fjöru í hjarta Austfjarða.

Gisting á Austurlandi

Hjarta Beruness er 120 ára gamli sveitabærinn, vel við haldinn með nokkrum herbergjum. Auk hans er hægt að dvelja í gamalli innréttaðri Smiðju, endurnýttum gripahúsum, sérstæðum kofum eða viðbyggingu við nýrri sveitabæinn. Í öllum rýmum er gjaldfrjálst þráðlaust net, allir gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu og fyrir væga þóknun fæst aðgangur að þvottaaðstöðu.

Veitingastaður

Veitingastaðurinn okkar er opinn frá 1. júní til 10. september sumarið 2024. Þar er morgunverður alla morgna frá kl. 8 til 10 og kvöldverður í boði frá kl. 17. Sérvalinn og síbreytilegur matseðillinn byggir á því hráefni sem við fáum ferskast í héraði – bæði frá landi og legi. Á barnum má finna eðalkraftkranabjóra frá Breiðdalsvík í bland við vönduð evrópsk léttvín. Yfir hásumarið er vænlegast að bóka borð með fyrirvara – þó þetta reddist samt yfirleitt 😉

Tjaldsvæðið

Skjólsælt og vel útbúið tjaldsvæðið býður upp á stórbrotna fjallasýn – nú eða notalega Austfjarðaþoku. Rafmagn fyrir orkuþurfi, sturta fyrir snyrtimenni, eldhúskrókur, þráðlaust net á öllu svæðinu og lækur fyrir krakkana. Þess utan er stutt niður í fjöru og enn styttra á barinn, nú eða í morgun- og kvöldverð á veitingastaðnum.

Umhverfið

Fyrir unnendur náttúru, dýralífs og útivistar, þá er Berunes fullkomnar grunnbúðir og við mælum með því að dvelja lengur en einungis eina nótt ef kostur er. Gönguleiðirnar á Búlandstind og Berunestind eru báðar stikaðar auk þess sem fjaran okkar er iðandi af fuglalífi og fjallasýn. Stuttur akstur er í kajakferðir á Djúpavogi, hestaferðir í Breiðdal og steinasafnið á Stöðvarfirði – og síðan ögn lengri bíltúr í Stuðlagil, í Vök eða á sæta Seyðisfjörð.

Umsagnirnar okkar

Sannkallaður íslenskur fjölskylduandi

"Við rákumst á þennan stað fyrir tilviljun, því við bókum venjulega aðeins nokkrum klukkustundum áður en við mætun. Fyrir vikið vorum við heppin að komast á stað eins og Berunes Hostel. Hann er vel falinn, í óbyggðum - milli fjörunnar og fjallana. Það eru engin orð til að lýsa gestrisninni og fegurð umhverfisins þar sem farfuglaheimilið er staðsett.

 

Jeka W, Úkraína

Besta farfuglaheimili sem ég hef nokkurn tímann gist á

"Þetta var án efa besta farfuglaheimili sem ég hef gist á. Starfsfólkið er svo vingjarnlegt og andrúmsloftið er hlýtt. Veitingastaðurinn kom mjög ánægjulega á óvart og maturinn var einstakur. Herbergin eru mjög hrein og notaleg, og allt á sanngjörnu verði. Ég kunni líka að meta áhersluna á sjálfbærni. Þú getur séð að þessi staður er rekinn með hjartanu og ég mæli hiklaust með honum fyrir alla sem ferðast um Austfirði.“

 

Ola Bis

Stórbrotið útsýni og dásamlega hreint með hlýjum móttökum

„Mjög fallegt umhverfi og magnað ferðalag á leiðinni þangað. Allt dásamlega hreint og vel með farið og viðtökurnar voru mjög hlýjar. Við borðuðum ekki kvöldmat þar þar sem við höfðum önnur plön en það leit vel út. Morgunmaturinn sem við fengum var mjög fínn og ég naut sérstaklega áherslunnar á heimagerða valkosti. Þakka ykkur kærlega fyrir dvölina!”

Clare, Bretlandi

8.9 / 10

Frábært- 700 + umsagnir

4.5 / 5

Frábært - 150 + umsagnir

4.7 / 5

230 + umsagnir

9.2 / 10

Frábært

Gott að vita

Opnunartímar

Gisting auk morgunverðarhlaðborðs er opin frá 1. maí til 30. september. Veitingastaður er opinnfrá 1. júní til 10. september. Tjaldsvæðið er opið frá 20. apríl til 31. október.

Stæði & hleðsla

Næg gjaldfrjáls bílastæði eru við allar byggingar. Ein hraðhleðslustöð frá Ísorku er á staðnum.

Gestaeldhús

Rúmgott og fullbúið gestaeldhús er aðgengilegt fyrir alla innigesti. Þess utan hafa gestir tjaldsvæðisins aðgang að eldhúskrók og sum rými hafa einfalda eldunaraðstöðu.

Aðgengi

Í boði eru herbergi og snyrtingar með hjólastólaaðgengi.

Þvottur

Fyrir smávægilegt gjald fæst aðgangur að þvottavél og þurrkara.

Rúmföt

Öll rúm eru uppábúin og handklæði fylgir fyrir hvern gest.