Í aldaraðir hafa gestir verið boðnir velkomnir að Berunesi. Sumarið 1973 settu Anna og Ólafur upp skilti við þjóðveginn sem sagði Farfuglaheimili og öll sumur síðan höfum við fjölskyldan fengið góða gesti sem dvelja og njóta, þarna á milli fjalls og fjöru.
Farfuglaheimilið
Hjarta Beruness slær í aldargömlum sveitabæ sem býður gistingu fyrir allt að 10 manns.
Auk Gamla bæjarins er hægt að velja um endurhönnuð hús; smíðhúsið, smiðjuna og gripahúsið, auk nýrra smáhýsa. Gistingin er fjölbreytt; hvert herbergi og hús er með sínum sérstaka karakter og sjarma.
Hagstæðasta verðið og besta þjónustan fást með því að bóka beint hér.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur á Berunesi!
Veitingastaður
Við bjóðum ykkur velkomin í kvöldverð við Berufjörð, frá júní og út ágúst.
Matseðillinn breytist frá degi til dags og byggir á ferskustu hráefnum, helst úr héraði.
Á barnum fáið þið eðal kranabjór frá Beljanda í Breiðdalsvík, og á vínlistanum eru okkar uppáhalds evrópsku vín.
Eldhúsið er opið alla daga frá 18–22. Vænlegast er að bóka borð fyrirfram, þó yfirleitt reddist allt.
Verið hjartanlega velkomin!
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er bæði vel útbúið og skjólsælt. Hér njóta gestir stórfenglegs fjallahrings sem á það til að sveipast dulúðugri Austfjarðaþoku.
Á svæðinu er rafmagn fyrir bíla, sturtur og böð, eldhúskrókur, þvottahús, aðstaða fyrir vatn og sorp, og fleira sem gerir dvölina þægilega.
Héðan er merkt gönguleið upp á Berunestind, og stutt er í fjöruna. Enn styttra er á barinn, eða í morgun- og kvöldverð.
Sjáumst í Berufirðinum!
Austfirsk ævintýr
Berunes er frábærar grunnbúðir til að kanna Austfirði, miðja vegu milli Hafnar og Seyðisfjarðar.
Héðan liggja fjölmargar gönguleiðir, frá strandlengju fullri af fuglalífi til tinda með stórbrotnu útsýni.
Í næsta nágrenni býðst einnig kajaksigling, hestaferðir, steinasöfn og listamarkaðir svo fátt eitt sé nefnt.
"Við rákumst á þennan stað fyrir tilviljun, því við bókum venjulega aðeins nokkrum klukkustundum áður en við mætun. Fyrir vikið vorum við heppin að komast á stað eins og Berunes Hostel. Hann er vel falinn, í óbyggðum - milli fjörunnar og fjallana. Það eru engin orð til að lýsa gestrisninni og fegurð umhverfisins þar sem farfuglaheimilið er staðsett.
Jeka W, Úkraína - Google Reviews
"Þetta var án efa besta farfuglaheimili sem ég hef gist á. Starfsfólkið er svo vingjarnlegt og andrúmsloftið er hlýtt. Veitingastaðurinn kom mjög ánægjulega á óvart og maturinn var einstakur. Herbergin eru mjög hrein og notaleg, og allt á sanngjörnu verði. Ég kunni líka að meta áhersluna á sjálfbærni. Þú getur séð að þessi staður er rekinn með hjartanu og ég mæli hiklaust með honum fyrir alla sem ferðast um Austfirði.“
Ola Bis - Google Reviews
„Mjög fallegt umhverfi og magnað ferðalag á leiðinni þangað. Allt dásamlega hreint og vel með farið og viðtökurnar voru mjög hlýjar. Við borðuðum ekki kvöldmat þar þar sem við höfðum önnur plön en það leit vel út. Morgunmaturinn sem við fengum var mjög fínn og ég naut sérstaklega áherslunnar á heimagerða valkosti. Þakka ykkur kærlega fyrir dvölina!”
Clare, Bretlandi - Google Reviews /p>
Berunes HI Hostel
Hjarta Beruness slær í aldargömlum sveitabæ sem býður gistingu fyrir allt að 10 manns.
4.7 á Google
Berunes Veitingarstaður
Við bjóðum ykkur velkomin í kvöldverð við Berufjörð, frá júní og út ágúst.
5 á Google
Berunes Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er bæði vel útbúið, skjólsælt og gestir njóta stórfenglegs fjallahrings
4.8 á Google
Gott að vita
Opnunartímar
Gisting auk morgunverðarhlaðborðs er opin frá 1. maí til 30. september. Veitingastaður er opinn júní - ágúst. Tjaldsvæðið er opið frá páskum fram í miðjan október. Innritun er frá kl 4.
Bílastæði & hleðsla
Næg bílastæði eru við allar byggingar. Hleðslustöð frá Ísorku er á staðnum.
Gestaeldhús
Rúmgott og fullbúið gestaeldhús er aðgengilegt fyrir alla hostelgesti. Gestir tjaldsvæðisins hafa aðgang að eldhúskrók og smáhýsin og gamli bærinn hafa sér eldunaraðstöðu.
Aðgengi
Í boði eru herbergi og snyrtingar með hjólastólaaðgengi. Aðgengi að og inn í veitingastaðnum er gott.
Þvottur
Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara allan sólarhringinn.
Rúmföt & handklæði
Rúm eru uppábúin og handklæði fylgir.
Veitingastaðurinn á Berunesi er systurstaður Forréttabarsins


